Friday, April 11, 2014

Á miðvikudaginn í síðustu viku var ég á leiðinni cds á pöbbinn til að horfa á Arsenal-Liverpool. Ég


Á miðvikudaginn í síðustu viku var ég á leiðinni cds á pöbbinn til að horfa á Arsenal-Liverpool. Ég kom við í hraðbanka til að taka út pening en ekki vildi betur til en að hraðbankinn gleypti kortið mitt. Það kom bara kvittun um að bankinn héldi kortinu og á skjánum blikkaði “out of order”. Til að toppa kvöldið tapaði síðan Liverpool leiknum eins og þeir eru gjarnir á að gera um þessar mundir. Ég var samt ekkert pirraður, svona vélar eru ekki fullkomnar cds og Stig, vinur minn, reddaði bjórunum ofan í mig þetta kvöld. En svo hringdi ég í bankann. Þetta var ósköp einfalt var mér sagt. Bankinn sem rak hraðbankann myndi tæma hann næsta dag, senda kortið til bankans míns og þeir síðan áfram til mín. Ég átti sem sagt að fá kortið eftir nokkra daga í pósti. Á þriðjudaginn í þessari viku hringdi ég aftur því ekki hafði ég fengið kortið. Mér var sagt að minn banki hefði ekki enn fengið kortið sent þannig að ég hringdi í bankann sem rak skrattans hraðbankann. Þar var mér sagt að þeir hefðu loksins cds drullast til að tæma hraðbankann þennan sama þriðjudag. Nú var ég orðinn pirraður. Daginn eftir, á miðvikudaginn, fæ ég símtal frá hraðbankasnillingunum og mér tilkynnt að kortið verði sent til míns banka þann dag. Svona til öryggis þá hringdi ég í bankann minn eiginlega bara til að spyrja hvort þeir munu ekki senda mér kortið um leið og þeir fá það. Ég heyri strax að það kemur fát á unga manninn sem ég tala við. Hann útskýrir þá fyrir mér að þegar þeir fái kortið cds verði því eytt, ég eigi nefnilega að panta nýtt kort. Þetta er víst gert af öryggisástæðum en hvað sem því líður þá langaði mig að vita af hverju mér var ekki sagt þetta strax. Ég var orðinn verulega pirraður. Hann baðst afsökunar cds og vægðar, sagði að auðvitað hefði ég átt að fá að vita þetta strax. Hann sagði líka að hann myndi láta yfirmann sinn vita af þessu því hér hefðu rútínurnar klikkað hjá þeim. Nýja kortið yrði að sjálfsögðu ókeypis og hann myndi reyna að setja málið í hraðferð. Ég er mjög stoltur að hafa haldið ró minni en það hefði líka verið frekar ósanngjarnt að taka þetta út á fulltrúanum sem vissi hvað hann var að gera. Hann sagði líka að hann ynni bara dagvaktir. Hér eftir mun ég aldrei hringja cds í neitt fyrirtæki þar sem ég lendi á kvöldvaktinni.
►  2014 (15) ►  apríl (2) ►  mars (4) ►  febrúar (4) ►  janúar (5) ►  2013 (52) ►  desember (4) ►  nóvember (5) ►  október (4) ►  september (4) ►  ágúst (5) ►  júlí (4) ►  júní (4) ►  maí (5) ►  apríl (4) ►  mars (5) ►  febrúar (4) ►  janúar (4) ►  2012 (52) ►  desember (4) ►  nóvember (5) ►  október (4) ►  september (4) ►  ágúst (5) ►  júlí (4) ►  júní (5) ►  maí (4) ►  cds apríl (4) ►  mars (5) ►  febrúar cds (4) ►  janúar (4) ►  2011 (51) ►  desember (5) ►  nóvember (4) ►  október (4) ►  cds september (5) ►  ágúst (4) ►  júlí (5) ►  júní (4) ►  maí (4) ►  apríl (5) ►  mars (3) ►  febrúar (4) ►  janúar (4) ►  2010 (52) ►  desember (5) ►  nóvember (4) ►  október (5) ►  september cds (4) ►  cds ágúst (4) ►  júlí (5) ►  júní (4) ►  maí (4) ►  apríl (5) ►  cds mars (4) ►  febrúar (4) ►  janúar (4) ▼  2009 (35) ►  desember (4) ▼  nóvember (4) Citrix drulla með bjór Mötuneytismenning Eru umferðarljós cds á Íslandi? Hraðbanki djöfulsins ►  október (5) ►  september (4) ►  ágúst (4) ►  júlí (5) ►  júní (4) ►  maí (5)


No comments:

Post a Comment