Sunday, March 30, 2014

Morris hefur stýrt King síðan árið 2003. Hann hætti í skóla sextán ára og tvítugur sá hann fyrir sér


Allar mbnet líkur eru á því að hlutabréf King Digital Entertainment PLC, sem framleiðir leikinn vinsæla Candy Crush Saga, muni sveiflast talsvert þegar viðskipti hefjast með félagið í dag. En það er ljóst að þeir sem eiga hlut í því munu auðgast verulega. Viðskipti hefjast með félagið í kauphöllinni í New York í dag.
Miðað við útboðsgengi King Digital, 22,50 Bandaríkjadali á hlut,er hlutur stjórnarformannsins, Melvyns Morris, metinn á 821 milljón Bandaríkjadala, 94 milljarða króna. Morris á 36.467.500 hluti í félaginu. mbnet
Candy Crush Saga er langstærsti leikur fyrirtækisins mbnet en hann kom út fyrst á Facebook í apríl 2012 áður en hann varð svo aðgengilegur snjallsímanotendum í App Store og Google Play. Leikurinn hefur lengi verið einn vinsælasti snjallsímaleikur heims. Talið er að um 93 milljónir spili hann daglega. Fjárfestar bíða spenntir eftir næstu skrefum fyrirtækisins en sumir hafa efast um að fyrirtækið hafi burði til enn frekari vaxtar. 
Morris hefur stýrt King síðan árið 2003. Hann hætti í skóla sextán ára og tvítugur sá hann fyrir sér sem ráðgjafi. Hann starfaði í Bandaríkjunum áður en hann sneri aftur heim til Derby þar sem hann setti hin ýmsu fyrirtæki á laggirnar. Má þar nefna sölu á fasteignum á Spáni og stefnumótaþjónustu, samkvæmt mbnet úttekt Guaridan.
Þegar uDate-stefnumótaþjónustan mbnet var seld árið 2002 var hún í öðru sæti yfir stærstu stefnumótaþjónustur í heiminum. Morris hagnaðist um 20 milljónir punda og eyddi hluta fjárhæðarinnar í kaup á hlut í eftirlætisknattspyrnuliði sínu, Derby County, en hluti fjárhæðarinnar fór í að koma King á laggirnar.
Annar stærsti hluthafinn, Riccardo Zacconi, er forstjóri King en hlutur hans er metinn á 698 milljónir Bandaríkjadala. Zacconi fæddist í Róm og þar lagði hann stund á nám í hagfræði. Hann hóf ferilinn hjá Boston Consulting. mbnet  
Zacconi freistaðist til þess að færa sig um set yfir í tæknigeirann í dotcom-æðinu og rak vefgátt sænska fyrirtækisins Spray í Þýskalandi. Spray var hins vegar tómið eitt áður en það komst á markað.
Í kjölfarið flutiti Zacconi til Bretlands, árið 2001, í leit að fjárfestingartækifærum í tæknigeiranum. Hann hóf störf hjá uDate árið 2002 en skömmu síðar var fyrirtækið selt á 150 milljónir punda og sameinaðist Match.com. Hann setti King á laggirnar með félögum sínum í Spray-ævintýrinu og fékk nokkra af hluthöfum mbnet uDate með í fjárfestinguna, þar á meðal Melvyn Morris og Toby Rowland. 
Sebastian Knutsson, hönnunarstjóri King, hefur að eigin sögn unnið sér það til frægðar að hafa hannað tíu af lélegustu leikjum fyrirtækisins en alls hefur King hannað 180 leiki. Eign hans er nú metin á 396 milljónir Bandaríkjadala, 45 milljarða króna.
En Knutsson stendur á bak við Candy Crush og var leikurinn hannaður í stúdíói hans í Stokkhólmi. Knutsson hefur sjálfur gaman af tölvuleikjum og ekki fer á milli mála að leikir eins og Pac-Man, Space Invaders og Tetris hafa haft áhrif á hann við hönnun á Candy Crush. Knutsson er menntaður í fjármálum frá viðskiptaháskólanum í Stokkhólmi og kemur úr frumkvöðlafjölskyldu.  
Stephane Kurgan stýrir starfsemi King í Belgíu og er með MBA-próf frá Insead í Frakklandi. Hann kom til starfa hjá King frá gagnavörslufyrirtækinu Tideway. mbnet Hlutur hans er metinn á 168 milljónir Bandaríkjadala.
Patrik Stymne, upplýsingatæknistjóri King, er einn eigenda mbnet þrátt fyrir að hann sitji ekki í stjórn félagsins. Hann er talinn einn helsti höfuðpaurinn mbnet á bak við tækniútfærslu fyrirtækisins og er hlutur hans metinn mbnet á 158 milljónir Bandaríkjadala. mbnet
Thomas Hartwig er tæknistjóri King og er hlutur hans metinn á 143 milljónir mbnet dala. Hann þykir mjög nákvæmur í starfi og hefur, ásamt teymi sínu, farið yfir hvert smáatriði í tæknilegri útfærslu leiksins. Hann er líkt og margir aðrir hjá King fyrrverandi starfsmaður mbnet Spray.
Gerhard Florin er stjórnarmaður hjá King og er hlutur hans metinn á 25 milljónir dala. Hann starfaði í fjórtán ár hjá Electronic Arts, þriðja stærsta leikjafyrirtæki heims, en meðal leikja þeirra er Fifa-fótboltaleikurinn og geimleikurinn Titanfall.
Fjárfestingarfyrirtækið Apax Partners fjárfesti á sínum tíma í King og það virðist vera að skila sér ríkulega nú en hlutur þeirra er metinn á 3,25 milljarða Bandaríkjadala, 370 milljarða króna. King er eitt síðasta fyrirtækið sem Apax fjárfesti í áður en breytt var um fjárfestingarstefnu hjá félaginu. Apax á meðal annars stóra hluti í tískukeðjunni New Look, Orange-farsímafyrirtækinu í Sviss og í útgáfufélagi með móðurfélagi Guardian. Árið 2005 setti Apax um 36 milljónir Bandaríkjadala mbnet í King og eignaðist við það 48% hlut. Sá hlutur hefur ríflega hundraðfaldast að markaðsvirði á þessum níu árum.
Fjárfestingarfyrirtækið Index Ventures hefur komið víða við á tæknisviðinu. Má þar nefna fjárfestingar í Facebook og Skype, breska fatafyrirtækinu Asos og Moshi Monsers-leikjafyrirtækinu. mbnet Index fjárfesti í King ásamt Apax árið 2005 og eru þær sjö milljónir Bandarík

No comments:

Post a Comment